Saturday, August 23, 2008

Sumarið 2008

Margt er búið að bralla í sumar, ég man örugglega ekki eftir öllu hér og nú.
Ég fór austur í júní, með köttinn, Gunnar Tjörva og Hauk Smára meðferðis. Stoppaði í nokkra daga eða óvenjulega lengi og fór svo ein heim aftur með köttinn. Ingi og Gunnar hafa verið að vinna fyrir austan í allt sumar við sundlaugarbygginguna. Svo fór ég í 153 km gönguferð í Skotlandi í byrjun júlí. Var það 10 daga ferð, en 7 á göngu. Gekk mjög vel og var afar gaman að hafa tekið þátt í þessu. Við gengum frá Glasgow til Fort William eftir sveitavegum og göngustígum. Ása tók að sér að gæta húss og kattar á meðan, enda að vinna hér fyrir norðan hluta sumarsins. Svo var verið eitthvað að gaufast hér heima og í vinnu. Um verslunarmannahelgina komu Gunnar og Ingi heim. Katrín var komin heim áður, eftir vel heppnaða ferð til Tenerife með Guðrúnu, pabba hennar og fjölskyldu. Við Ingi og Ása fórum nokkrar ferðir um helgina þá. Yfir Siglufjarðarskarð á Subaru. Inn í Kotagil. Þau í gönguferð á Gilsbunguna, en við Ingi svo í gönguferð um gamla veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla og til baka gengum við í gegnum göngin. Svo fékk Katrín vini sína í heimsókn yfir helgina. Mikið um að vera á þessu heimili þá. Ingi fór svo austur en Ása suður til Reykjavíkur. Ég skrapp svo austur um miðjan ágúst til að sækja Gunnar Tjörva. Gekk mjög vel. Við náðum þá að fara í fjölskyldugönguferð frá veginum upp af Smyrlabjörgum og eftir línuvegi niður í Borgarhöfn. Þar var okkur Huldu skutlað aftur uppeftir til að ná í bílana, meðan aðrir biðu á Vagnsstöðum. Skólinn hjá Gunnari byrjar svo um helgina. Setning kl. 17:00 á sunnudag. Ingi kemur vonandi fljótlega eftir helgi, en mikið er búið að vera að steypa í sundlauginni undanfarna daga.

No comments: