Monday, July 30, 2007

Mánudagur

Maður var að vinna í dag og svo fór ég í Brennigerði til að ná upp krossarfanum af gulrótunum.
Það er hræðilega þurrt í garðinum. Bara kögglar þar sem ég stakk upp sjálf í apríl en alveg merkilegt hvað gulræturnar eru samt á góðri leið með að verða eitthvað í þeim garði.
Svo fór ég að svipast um eftir Álfi og Möggu og þau voru þá að uppræta njóla. Búin að vera með litla Stefán í tveggja daga fóstri en hann hafði svo skroppið frá með foreldrum sínum svo ég sá hann ekki.

Svo var ég nú að spjalla í símann og horfa á sjónvarpið.
Gunnar hringdi í mig í dag og þá voru þeir búnir að steypa seinni stöpulinn og nú á bara að fara að byrja á brúargólfinu. Þeir ætla að koma heim á fimmtudag feðgarnir.

Það var 17 stiga hiti úti á torgi í dag og í garðinum var logn og blíða, en sem betur fer sólarlaust, annars hefði ég nú skorpnað.

Friday, July 27, 2007

Föstudagur

Kominn föstudagur og börnin í Reiðskóla Ingimars að fara framhjá.22 hestar.
Frekar svalt í dag og sólarlaust.
Nú er maður spenntur að vita hvernig gengur á Uxahryggjaleiðinni. Ekkert heyrist frá þeim svo þeir eru að hamast að vinna, ef ég þekki það rétt.
Ég þarf að kíkja á garðinn í dag og svo fer maður að líta eftir berjum. Það ku vera svo góð berjaspretta á Íslandi í ár þrátt fyrir alla þessa þurrka.

Thursday, July 26, 2007

Fann það aftur!

Mér til mikillar huggunar fann ég bloggið. Hélt ég kynni ekki að fara inn í það aftur.

26.07.2007


Hæ. Langaði að prófa þetta blogg.