Monday, July 30, 2007

Mánudagur

Maður var að vinna í dag og svo fór ég í Brennigerði til að ná upp krossarfanum af gulrótunum.
Það er hræðilega þurrt í garðinum. Bara kögglar þar sem ég stakk upp sjálf í apríl en alveg merkilegt hvað gulræturnar eru samt á góðri leið með að verða eitthvað í þeim garði.
Svo fór ég að svipast um eftir Álfi og Möggu og þau voru þá að uppræta njóla. Búin að vera með litla Stefán í tveggja daga fóstri en hann hafði svo skroppið frá með foreldrum sínum svo ég sá hann ekki.

Svo var ég nú að spjalla í símann og horfa á sjónvarpið.
Gunnar hringdi í mig í dag og þá voru þeir búnir að steypa seinni stöpulinn og nú á bara að fara að byrja á brúargólfinu. Þeir ætla að koma heim á fimmtudag feðgarnir.

Það var 17 stiga hiti úti á torgi í dag og í garðinum var logn og blíða, en sem betur fer sólarlaust, annars hefði ég nú skorpnað.

1 comment:

Ása Björg said...

Það er semsagt alveg geggjað að gera..
trúi ekki að maður sé að missa af því að vera á íslandi yfir verslunar mannahelgi.. þó maður væri að vinna eða í fríi.. skrítið að vera ekki á ísl.

veit nú ekki alveg hvað er heitt hérna núna en það er nú sól en alls ekki eins heitt og hefur verið hér áður... ætli það sé ekki nálægt sama hita og er hjá þér / ykkur núna ..

jæja ætli sé ekki best að fara að teygja á eftir hjólaferðina.. eða skrifa ykkur bréf og gá hvort það verði komið áður en þið farið austur ..
:) sjáumst eftir XX daga.. :)