Jæja, maður er að æsa sig upp fyrir helgina. Kötturinn vakti mig kl. 5 svo ég fór fyrst að lesa, svo bara ryksuga ! Það er hægt þegar maður er einn heima í einbýlishúsi!
Nú er maður bara að fara að undirbúa morgunmat og sturtu, les kannski aðeins meira áður en ég fer í vinnuna. Líklega verður það hvort sem er þannig að maður sefur á milli þvottavéla í kvöld. Þeir ætla að koma heim í dag Ingi og Gunnar og eiga eflaust eitthvað óhreint í fórum sínum. Annars er Gunnar búinn að fara óvenju oft í sturtu undanfarið, segir hann.
Fólk er að tínast burt úr bænum í dag, það sem ætlar í helgarferð. Aðrir sem ég þekki til fara á laugardag. Sjálf veit ég ekkert hvað ég geri. Það ræðst af veðri og öðrum.
Þangað til næst, vinna, sofa, éta og svo sumarfrí.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hahaa..
Ég man svo vel eftir svona morgnum .
Post a Comment