Ég fór á móti Huldu í Borgarfjörðinn um síðustu helgi. Hún kom að austan og Gísli Skarp.með henni í heimsókn til Laugu og Guðna í Reykholt, Borg. þar sem þau voru í sumarbústað.
Við dvöldum þar svo í góðu yfirlæti þar til um hádegi á sunnudag en þá héldum við norður á bóginn. Umferðin var svo mikil að við skutumst af og til úr þjóðleið til að losna við hana. Byrjuðum í Baulu í hamborgara. Við fórum aðeins og skoðuðum Glanna og svo skutumst við út á Strandir í nokkrar mínútur. Fórum að Hvammstanga og upp um alla veggi þar. Meira að segja í sjoppuna. Svo var Hulda hér í Lerkihlíðinni með Gísla meðan ég brá mér til vinnu. Við fórum svo nokkra hringi í firðinum seinni part dags. Svo bara fóru þau til Bibbu. Á föstudag kíkti ég í garðinn á Hellulandi til Sigga, hann var að taka upp rófur og vökva þær sem hann forsáði ekki. Ekki mikill vöxtur í þessu vegna vatnsskorts. Didda kom með krakkana á föstudag, þau voru svo í afmæli á laugardag. Ég stundaði Landbúnaðarsýninguna af miklum móð, fór meira að segja í nýja fjósið í Birkihlíð og þáði gómsætar kræsingar.
Ingi og Gunnar Tjörvi komu svo í gærkvöldi. Halldór vinur Gunnars kom að sunnan til að fá að hitta hann. Hann svaf svo hér í nótt, ásamt Diddu. Svo er bara frábært veður í dag. Ég sló garðinn í gær svo nú get ég velt mér í honum í dag.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hæhæ, þá eru upplýsingarnar komnar á blað ;) hjá þér. ég hélt að Didda hefði gist á sigló í nótt..
En jæja vonandi var kósí og þægilegt kvöld hjá ykkur heima.
Var Gunar búinn að redda sér game cardi eða er hann að ærast yfir því að eiga ekkert ? ;)
heyrumst: Ása Bj.
Post a Comment